Íslenska kvennalandsliðið í golfi hafnaði í 14. sæti á Evrópumóti landsliða en mótið fer fram í Austurríki. Liðið fer því í B-riðil.
20 þjóðir taka þátt. Efstu átta fara í A-riðil, næsta átta í B og síðustu fjögur í C-riðil.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék best í íslenska liðinu í dag en hún kom í hús á 71 höggi eða einu högi undir pari.
Fyrstu tvo dagana var spilaðir höggleikur. Næstu daga verður spiluð holukeppni.
Höggleikurinn hjá íslenska liðinu:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir 76-77
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 77-71
Valdís Þóra Jónsdóttir 78-74
Signý Arnórsdóttir 76-73
Tinna Jóhannsdóttir 72-74
Sunna Víðisdóttir 82-78
