Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2011 18:30 Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. Tvennum sögum fer af því hvort nægar lamakjötsbirgðir séu til í landinu. Hins vegar er ljóst að Íslendingar flytja óhindrað út mikið magn af lambakjöti en nánast ógjörningur er að flytja það inn. Nú hafa Samtök verslunar og þjónustu kvartað undan þessu til Umboðsmanns Alþingis. Samtökin benda á í kvörtun til umboðsmanns að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi ekki auglýst innflutningskvóta á 354 tonnum af lambakjöti og ekki heldur á eggjum. Með þessu hafi ráðherra ekki sinnt laga- og samningsskyldu en umræddur innflutningur skipti íslenska verslun og neytendur miklu máli enda leiði innflutningur til aukinnar samkeppni og meira vöruúrvals. „Við eigum enga úrkosti aðra gagnvart svona galinni stjórnsýslu en skjóta svona máli til Umboðsmanns Alþingis og það höfum við gert. Og ég held að þetta sé þriðja ef ekki fjórða málið sem við erum akkúrat með í gangi núna vegna stjórnsýslu núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Landbúnaðarráðherra og afurðastöðvar fullyrða að nóg sé til af lambakjöti í landinu, eða um þúsund tonn, sem verða að duga fram að slátrun í haust. En um 40 prósent af lambakjötsframleiðslunni er flutt út. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið núna í dag og í gær eru þess eðlis að afurðarstöðvarnar geti ekki afhent lambakjöt. Og það er mjög undarlegt í ljósi þess að þær upplýsingar sem við fáuum úr landbúnaðarráðuneytinu segja að það séu um þúsund tonn af lambakjöti til í landinu," segir Andrés. Hvað sem rétt sé í þessu efni segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu til ráðherra í dag að þessi staða sé með öllu óásættanleg fyrir verslunina og neytendur. Og þess er krafist að almennt viðskiptafrelsi verði innleitt með þessa vöru og þá án ofurtolla, eins og ráðherra geti heimilað ef viljinn væri fyrir hendi. „Þetta er náttúrlega bara miðalda fyrirkomulag sem gildir með viðskipti með þessa vöru og ef ekki verður breyting á sjáuum við ekki annað en verð á þessari vöru og ýmsum öðrum búvörum muni stórhækka á næstunni. Seinni hluta þessa árs skulum við segja. Og það eru bara neytendur sem bera skaðan af og enginn annar," segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. Tvennum sögum fer af því hvort nægar lamakjötsbirgðir séu til í landinu. Hins vegar er ljóst að Íslendingar flytja óhindrað út mikið magn af lambakjöti en nánast ógjörningur er að flytja það inn. Nú hafa Samtök verslunar og þjónustu kvartað undan þessu til Umboðsmanns Alþingis. Samtökin benda á í kvörtun til umboðsmanns að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi ekki auglýst innflutningskvóta á 354 tonnum af lambakjöti og ekki heldur á eggjum. Með þessu hafi ráðherra ekki sinnt laga- og samningsskyldu en umræddur innflutningur skipti íslenska verslun og neytendur miklu máli enda leiði innflutningur til aukinnar samkeppni og meira vöruúrvals. „Við eigum enga úrkosti aðra gagnvart svona galinni stjórnsýslu en skjóta svona máli til Umboðsmanns Alþingis og það höfum við gert. Og ég held að þetta sé þriðja ef ekki fjórða málið sem við erum akkúrat með í gangi núna vegna stjórnsýslu núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Landbúnaðarráðherra og afurðastöðvar fullyrða að nóg sé til af lambakjöti í landinu, eða um þúsund tonn, sem verða að duga fram að slátrun í haust. En um 40 prósent af lambakjötsframleiðslunni er flutt út. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið núna í dag og í gær eru þess eðlis að afurðarstöðvarnar geti ekki afhent lambakjöt. Og það er mjög undarlegt í ljósi þess að þær upplýsingar sem við fáuum úr landbúnaðarráðuneytinu segja að það séu um þúsund tonn af lambakjöti til í landinu," segir Andrés. Hvað sem rétt sé í þessu efni segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu til ráðherra í dag að þessi staða sé með öllu óásættanleg fyrir verslunina og neytendur. Og þess er krafist að almennt viðskiptafrelsi verði innleitt með þessa vöru og þá án ofurtolla, eins og ráðherra geti heimilað ef viljinn væri fyrir hendi. „Þetta er náttúrlega bara miðalda fyrirkomulag sem gildir með viðskipti með þessa vöru og ef ekki verður breyting á sjáuum við ekki annað en verð á þessari vöru og ýmsum öðrum búvörum muni stórhækka á næstunni. Seinni hluta þessa árs skulum við segja. Og það eru bara neytendur sem bera skaðan af og enginn annar," segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45
Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00
Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21
Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32
Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43
Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52
Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20