Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2011 18:30 Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. Tvennum sögum fer af því hvort nægar lamakjötsbirgðir séu til í landinu. Hins vegar er ljóst að Íslendingar flytja óhindrað út mikið magn af lambakjöti en nánast ógjörningur er að flytja það inn. Nú hafa Samtök verslunar og þjónustu kvartað undan þessu til Umboðsmanns Alþingis. Samtökin benda á í kvörtun til umboðsmanns að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi ekki auglýst innflutningskvóta á 354 tonnum af lambakjöti og ekki heldur á eggjum. Með þessu hafi ráðherra ekki sinnt laga- og samningsskyldu en umræddur innflutningur skipti íslenska verslun og neytendur miklu máli enda leiði innflutningur til aukinnar samkeppni og meira vöruúrvals. „Við eigum enga úrkosti aðra gagnvart svona galinni stjórnsýslu en skjóta svona máli til Umboðsmanns Alþingis og það höfum við gert. Og ég held að þetta sé þriðja ef ekki fjórða málið sem við erum akkúrat með í gangi núna vegna stjórnsýslu núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Landbúnaðarráðherra og afurðastöðvar fullyrða að nóg sé til af lambakjöti í landinu, eða um þúsund tonn, sem verða að duga fram að slátrun í haust. En um 40 prósent af lambakjötsframleiðslunni er flutt út. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið núna í dag og í gær eru þess eðlis að afurðarstöðvarnar geti ekki afhent lambakjöt. Og það er mjög undarlegt í ljósi þess að þær upplýsingar sem við fáuum úr landbúnaðarráðuneytinu segja að það séu um þúsund tonn af lambakjöti til í landinu," segir Andrés. Hvað sem rétt sé í þessu efni segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu til ráðherra í dag að þessi staða sé með öllu óásættanleg fyrir verslunina og neytendur. Og þess er krafist að almennt viðskiptafrelsi verði innleitt með þessa vöru og þá án ofurtolla, eins og ráðherra geti heimilað ef viljinn væri fyrir hendi. „Þetta er náttúrlega bara miðalda fyrirkomulag sem gildir með viðskipti með þessa vöru og ef ekki verður breyting á sjáuum við ekki annað en verð á þessari vöru og ýmsum öðrum búvörum muni stórhækka á næstunni. Seinni hluta þessa árs skulum við segja. Og það eru bara neytendur sem bera skaðan af og enginn annar," segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. Tvennum sögum fer af því hvort nægar lamakjötsbirgðir séu til í landinu. Hins vegar er ljóst að Íslendingar flytja óhindrað út mikið magn af lambakjöti en nánast ógjörningur er að flytja það inn. Nú hafa Samtök verslunar og þjónustu kvartað undan þessu til Umboðsmanns Alþingis. Samtökin benda á í kvörtun til umboðsmanns að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi ekki auglýst innflutningskvóta á 354 tonnum af lambakjöti og ekki heldur á eggjum. Með þessu hafi ráðherra ekki sinnt laga- og samningsskyldu en umræddur innflutningur skipti íslenska verslun og neytendur miklu máli enda leiði innflutningur til aukinnar samkeppni og meira vöruúrvals. „Við eigum enga úrkosti aðra gagnvart svona galinni stjórnsýslu en skjóta svona máli til Umboðsmanns Alþingis og það höfum við gert. Og ég held að þetta sé þriðja ef ekki fjórða málið sem við erum akkúrat með í gangi núna vegna stjórnsýslu núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Landbúnaðarráðherra og afurðastöðvar fullyrða að nóg sé til af lambakjöti í landinu, eða um þúsund tonn, sem verða að duga fram að slátrun í haust. En um 40 prósent af lambakjötsframleiðslunni er flutt út. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið núna í dag og í gær eru þess eðlis að afurðarstöðvarnar geti ekki afhent lambakjöt. Og það er mjög undarlegt í ljósi þess að þær upplýsingar sem við fáuum úr landbúnaðarráðuneytinu segja að það séu um þúsund tonn af lambakjöti til í landinu," segir Andrés. Hvað sem rétt sé í þessu efni segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu til ráðherra í dag að þessi staða sé með öllu óásættanleg fyrir verslunina og neytendur. Og þess er krafist að almennt viðskiptafrelsi verði innleitt með þessa vöru og þá án ofurtolla, eins og ráðherra geti heimilað ef viljinn væri fyrir hendi. „Þetta er náttúrlega bara miðalda fyrirkomulag sem gildir með viðskipti með þessa vöru og ef ekki verður breyting á sjáuum við ekki annað en verð á þessari vöru og ýmsum öðrum búvörum muni stórhækka á næstunni. Seinni hluta þessa árs skulum við segja. Og það eru bara neytendur sem bera skaðan af og enginn annar," segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45
Segir lambakjötsbirgðir duga út sumarið Það er ekki rétt að skortur sé á lambakjöti hér á landi, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að skortur væri á lambakjöti á Íslandi. Hann hefur óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá leyfi til innflutnings á lambalærum. 19. júlí 2011 06:00
Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21
Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32
Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43
Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. 15. júlí 2011 10:52
Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20