Erlent

Genin blönduðust utan Afríku

Teikning af Neanderdalsmanni. Neanderdalsmenn voru frummenn sem komu til Evrópu frá Afríku fyrir 400 til 800 þúsund árum og dóu út fyrir um 30 þúsund árum.
Teikning af Neanderdalsmanni. Neanderdalsmenn voru frummenn sem komu til Evrópu frá Afríku fyrir 400 til 800 þúsund árum og dóu út fyrir um 30 þúsund árum.
Nútímamenn blönduðust að einhverju leyti Neanderdalsmönnum í Evrópu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á genamengi nútímamannsins.

Í genamengi fólks sem upprunnið er utan Afríku má finna leifar af erfðaefni Neanderdalsmanna. Slíkar leifar finnast ekki í erfðaefni þeirra sem upprunnir eru í Afríku.

Neanderdalsmenn voru frummenn sem komu til Evrópu frá Afríku fyrir 400 til 800 þúsund árum og dóu út fyrir um 30 þúsund árum. Nútímamaðurinn kom til Evrópu frá Afríku fyrir 50 til 80 þúsund árum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×