Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur 19. júlí 2011 15:15 Mynd úr safni Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira