Erlent

Bandaríkjamenn ræða við fulltrúa Gaddafis

Óli Tynes skrifar
Moammar Gaddafi.
Moammar Gaddafi.
Bandarískir embættismenn áttu fund með fulltrúum Moammars Gaddafi um helgina en málsaðilar eru ekki alveg sammála um hvað þeir töluðu. Talsmaður Líbíustjórnar segir að megintilgangur fundarins hafi verið að bæta samskipti landanna.

 

Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir aftur á móti að þar hafi Líbíumönnum verið gerð full grein fyrir því að eina leiðin framávið fyrir landið væri að Gaddafi viki sæti. Talsmaðurinn lagði áherslu á að þetta hefði ekki verið neinn samningafundur heldur hefðu menn aðeins viðrað skoðanir sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×