Erla Bolladóttir vill óháða rannsóknarnefnd 18. júlí 2011 19:45 Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, vill að óháð rannsóknarnefnd rannsaki málið. Fyrr verði réttlætinu ekki fullnægt. Hæstiréttur hefur ekki viljað taka mál Sævars Ciesielski til endurskoðunar. Guðmundar- og Geirfinnsmálið er því enn óuppgert og að margra mati svartur blettur á sögu réttarkerfis landsins. Erla Bolladóttir var ein af fimmmeningunum sem dæmd voru fyrir aðild að láti Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Eftir lát Sævars Cieselski segist hún skynja ríkan vilja í samfélaginu til að málið verði rannsakað á ný. „Það er mjög mikil undiralda og ekki annað að sjá en langflestir eru að fara fram á það að þetta mál verði tekið upp aftur," segir Erla. Erla segist í ljósi sögunnar ekki hafa trú á íslenska réttarkerfinu. Hún vill að óháð rannsóknarnefnd skoði málið í heild sinni. Stofnaðar hafi verið rannsóknarnefndar til að rannsaka efnhagshrunið, bankana og málefni kirkjunnar. Nægt tilefni sé því til að skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Erla segir athafnir í upphaflegu rannsókninni geta gert alla rannsóknina ómarktæka, ólöglega og hugsanlega glæpsamlega. Fá dómsmál hafa verið jafn umdeild í íslenskri réttarfarssögu og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. síðustu ár hefur komið í ljós að pyntingar voru notaðir til að ná fram játningum, sakborningum haldið í einangrun svo mánuðum skipti og þeir sviptir svefni. Málið byggðist á játningum sem náð var fram með ólögmætum hætti og síðar dregnar til baka. Sævar Cieselski, sem hlaut á sínum tíma lífstíðardóm fyrir hlut sinn í málinu, barðist alla tíð fyrir sakleysi sínu en án árangurs. Hvernig er best að heiðra minningu Sævars? „Eina leiðin til þess að heiðra minningu hans er að taka málið upp aftur og viðurkenna það að maðurinn var ranglega dæmdur og ekki síst að heiðra minningu hans sem föður gagnvart börnum og afkomendum. Að það fari á spjöld sögunnar hver örlög hans voru í raun og veru." Tengdar fréttir Ráðherra vill ekkert segja um mögulega endurupptöku Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill ekki svara því til hvort hann hyggist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálin verði rannsökuð að nýju. Einn sakborninganna, Sævar Cieselski, þurfti að þola harðræði og pyntingar þegar honum var haldið í einangrunarvist. Sævar lést í vikunni en hann barðist alla tíð fyrir réttlæti í málinu. 17. júlí 2011 12:21 Útilegumaður deyr Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. 18. júlí 2011 11:00 Björgvin vill taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin upp að nýju. Eftir að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust um miðjan áttunda áratuginn voru fjögur ungmenni dæmd í fangelsi. Málsmeðferðinni var allan tímann verulega ábótavant og einn hinna dæmdu, Sævar Ciesielski, krafðist ítrekað endurupptöku málsins. Sævar lést í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. 16. júlí 2011 13:42 Erla Bolladóttir: Mikil sorg að Sævar sé farinn Erla Bolladóttir, fyrrverandi unnusta Sævars Ciesielskis, segir það vera mikla sorg að Sævar skuli vera farinn. Hann lést þegar að hann datt í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags og fékk höfuðhögg. 14. júlí 2011 16:02 Sævar Ciesielski er látinn Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. 14. júlí 2011 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, vill að óháð rannsóknarnefnd rannsaki málið. Fyrr verði réttlætinu ekki fullnægt. Hæstiréttur hefur ekki viljað taka mál Sævars Ciesielski til endurskoðunar. Guðmundar- og Geirfinnsmálið er því enn óuppgert og að margra mati svartur blettur á sögu réttarkerfis landsins. Erla Bolladóttir var ein af fimmmeningunum sem dæmd voru fyrir aðild að láti Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Eftir lát Sævars Cieselski segist hún skynja ríkan vilja í samfélaginu til að málið verði rannsakað á ný. „Það er mjög mikil undiralda og ekki annað að sjá en langflestir eru að fara fram á það að þetta mál verði tekið upp aftur," segir Erla. Erla segist í ljósi sögunnar ekki hafa trú á íslenska réttarkerfinu. Hún vill að óháð rannsóknarnefnd skoði málið í heild sinni. Stofnaðar hafi verið rannsóknarnefndar til að rannsaka efnhagshrunið, bankana og málefni kirkjunnar. Nægt tilefni sé því til að skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Erla segir athafnir í upphaflegu rannsókninni geta gert alla rannsóknina ómarktæka, ólöglega og hugsanlega glæpsamlega. Fá dómsmál hafa verið jafn umdeild í íslenskri réttarfarssögu og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. síðustu ár hefur komið í ljós að pyntingar voru notaðir til að ná fram játningum, sakborningum haldið í einangrun svo mánuðum skipti og þeir sviptir svefni. Málið byggðist á játningum sem náð var fram með ólögmætum hætti og síðar dregnar til baka. Sævar Cieselski, sem hlaut á sínum tíma lífstíðardóm fyrir hlut sinn í málinu, barðist alla tíð fyrir sakleysi sínu en án árangurs. Hvernig er best að heiðra minningu Sævars? „Eina leiðin til þess að heiðra minningu hans er að taka málið upp aftur og viðurkenna það að maðurinn var ranglega dæmdur og ekki síst að heiðra minningu hans sem föður gagnvart börnum og afkomendum. Að það fari á spjöld sögunnar hver örlög hans voru í raun og veru."
Tengdar fréttir Ráðherra vill ekkert segja um mögulega endurupptöku Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill ekki svara því til hvort hann hyggist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálin verði rannsökuð að nýju. Einn sakborninganna, Sævar Cieselski, þurfti að þola harðræði og pyntingar þegar honum var haldið í einangrunarvist. Sævar lést í vikunni en hann barðist alla tíð fyrir réttlæti í málinu. 17. júlí 2011 12:21 Útilegumaður deyr Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. 18. júlí 2011 11:00 Björgvin vill taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin upp að nýju. Eftir að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust um miðjan áttunda áratuginn voru fjögur ungmenni dæmd í fangelsi. Málsmeðferðinni var allan tímann verulega ábótavant og einn hinna dæmdu, Sævar Ciesielski, krafðist ítrekað endurupptöku málsins. Sævar lést í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. 16. júlí 2011 13:42 Erla Bolladóttir: Mikil sorg að Sævar sé farinn Erla Bolladóttir, fyrrverandi unnusta Sævars Ciesielskis, segir það vera mikla sorg að Sævar skuli vera farinn. Hann lést þegar að hann datt í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags og fékk höfuðhögg. 14. júlí 2011 16:02 Sævar Ciesielski er látinn Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. 14. júlí 2011 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Ráðherra vill ekkert segja um mögulega endurupptöku Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill ekki svara því til hvort hann hyggist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálin verði rannsökuð að nýju. Einn sakborninganna, Sævar Cieselski, þurfti að þola harðræði og pyntingar þegar honum var haldið í einangrunarvist. Sævar lést í vikunni en hann barðist alla tíð fyrir réttlæti í málinu. 17. júlí 2011 12:21
Útilegumaður deyr Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. 18. júlí 2011 11:00
Björgvin vill taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin upp að nýju. Eftir að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust um miðjan áttunda áratuginn voru fjögur ungmenni dæmd í fangelsi. Málsmeðferðinni var allan tímann verulega ábótavant og einn hinna dæmdu, Sævar Ciesielski, krafðist ítrekað endurupptöku málsins. Sævar lést í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. 16. júlí 2011 13:42
Erla Bolladóttir: Mikil sorg að Sævar sé farinn Erla Bolladóttir, fyrrverandi unnusta Sævars Ciesielskis, segir það vera mikla sorg að Sævar skuli vera farinn. Hann lést þegar að hann datt í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags og fékk höfuðhögg. 14. júlí 2011 16:02
Sævar Ciesielski er látinn Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. 14. júlí 2011 07:00