„Þetta er gríðarlega svekkjandi, atvik geta breytt leikjum og það gerðist í dag,“sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn Grindvíkingum, 2-0, í dag.
Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, var dæmdur brotlegur þegar Magnús Björgvinsson var sloppinn einn í gegn og Grindvíkingar fengu vítaspyrnu. Albert var síðan rekinn af velli í kjölfarið.
„Við vorum betri aðilinn fram að brotrekstrinum, en þetta var erfitt þegar við erum orðnir einum færri“.
„Ef þetta var brot þá var þetta réttur dómur, svona eru reglurnar, en ég var svo langt í burtu frá atvikinu svo ég sá það ekki nægilega vel“.
„Liðið skapaði sér helling af færum en það tekur á að vera einum færri og það sást hérna í lokin. Scott Ramsey fékk allt of mikið pláss og skoraði flott mark“.
Tryggvi: Rauða spjaldið breytti leiknum
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið



Einn besti dómari landsins fær ekki leik
Körfubolti







Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn