Ráðherra vill ekkert segja um mögulega endurupptöku SB skrifar 17. júlí 2011 12:21 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill ekki svara því til hvort hann hyggist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálin verði rannsökuð að nýju. Einn sakborninganna, Sævar Cieselski, þurfti að þola harðræði og pyntingar þegar honum var haldið í einangrunarvist. Sævar lést í vikunni en hann barðist alla tíð fyrir réttlæti í málinu. Í yfirlýsingu fangavarðar sem lögð var fram þegar krafist var endurpptöku málsins árið 1996 lýsir hann þeim aðferðum sem fangaverðir í Síðumúlafangelsinu notuðu til að ná fram játningum sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Í tilviki Sævars, sem lést í Danmörku fyrr í vikunni af slysförum, segir fangavörðurinn að Sævar hafi verið sviptur svefni, þegar hann var í haldi árið 1976. Útveggur fangaklefans barinn með grjóti og rafmagnsljós látið loga allan sólahringinn. Fangavörðurinn lýsir því einnig að Sævar hafi verið beittur vatnspyntingum. Höfuð hans fært á kaf í vatn en fangaverðirnir hafi vitað að Sævar hafi verið vatnshræddur. Sævar var hafður í fótajárnum í niðurlægingarskyni og fangavörðurinn segist hafa heyrt um að strekkt hafi verið á sakborningum, þeir járnaðir á höndum og fótum og teygt á þeim. Fréttastofa hefur upplýsingar um þá pyntingaraðferð einnig frá öðrum fangaverði sem misbauð aðfarirnar. Sævar Cieselski barðist ávallt fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Í endurupptökubeiðninni frá 1996 segir hann Guðmundar og Geirfinnsmálin séu ekki einkamál sakborninganna heldur opinber mál sem snerti allt samfélagið. Það ætti ekki að vera feimnismál í réttarríki að viðurkenna mistök. Í gegnum tíðina hafa margir hvatt til þess að Guðmundar og Geirfinnsmálið verði rannsakað á ný. meðal annars lýsti forsætisráðherra Íslands árið 1998, Davíð Oddsson, málinu sem dómsmorði. Gerð hafi verið mistök og ekki aðeins eitt dómsmorð framið heldur mörg og erfitt væri fyrir þjóðina að búa við það. Í gær skoraði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, að taka málið upp að nýju. Fréttastofa heyrði í Ögmundi nú laust fyrir hádegi. Hann sagðist ekkert vilja tjá sig um málið - hvorki um áskorun Björgvins, eða hvort hann hyggðist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálið yrði nú loks til lykta leitt. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill ekki svara því til hvort hann hyggist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálin verði rannsökuð að nýju. Einn sakborninganna, Sævar Cieselski, þurfti að þola harðræði og pyntingar þegar honum var haldið í einangrunarvist. Sævar lést í vikunni en hann barðist alla tíð fyrir réttlæti í málinu. Í yfirlýsingu fangavarðar sem lögð var fram þegar krafist var endurpptöku málsins árið 1996 lýsir hann þeim aðferðum sem fangaverðir í Síðumúlafangelsinu notuðu til að ná fram játningum sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Í tilviki Sævars, sem lést í Danmörku fyrr í vikunni af slysförum, segir fangavörðurinn að Sævar hafi verið sviptur svefni, þegar hann var í haldi árið 1976. Útveggur fangaklefans barinn með grjóti og rafmagnsljós látið loga allan sólahringinn. Fangavörðurinn lýsir því einnig að Sævar hafi verið beittur vatnspyntingum. Höfuð hans fært á kaf í vatn en fangaverðirnir hafi vitað að Sævar hafi verið vatnshræddur. Sævar var hafður í fótajárnum í niðurlægingarskyni og fangavörðurinn segist hafa heyrt um að strekkt hafi verið á sakborningum, þeir járnaðir á höndum og fótum og teygt á þeim. Fréttastofa hefur upplýsingar um þá pyntingaraðferð einnig frá öðrum fangaverði sem misbauð aðfarirnar. Sævar Cieselski barðist ávallt fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Í endurupptökubeiðninni frá 1996 segir hann Guðmundar og Geirfinnsmálin séu ekki einkamál sakborninganna heldur opinber mál sem snerti allt samfélagið. Það ætti ekki að vera feimnismál í réttarríki að viðurkenna mistök. Í gegnum tíðina hafa margir hvatt til þess að Guðmundar og Geirfinnsmálið verði rannsakað á ný. meðal annars lýsti forsætisráðherra Íslands árið 1998, Davíð Oddsson, málinu sem dómsmorði. Gerð hafi verið mistök og ekki aðeins eitt dómsmorð framið heldur mörg og erfitt væri fyrir þjóðina að búa við það. Í gær skoraði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, að taka málið upp að nýju. Fréttastofa heyrði í Ögmundi nú laust fyrir hádegi. Hann sagðist ekkert vilja tjá sig um málið - hvorki um áskorun Björgvins, eða hvort hann hyggðist beita sér fyrir því að Guðmundar og Geirfinnsmálið yrði nú loks til lykta leitt.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira