Enski boltinn

Fer Eiður Smári til AEK eftir allt?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. AFP
Mikil óvissa ríkir um vistaskipti Eiðs Smára Guðjohnsen, en hann gekkst undir læknisskoðun hjá West-Ham United í gær og átti samkvæmt öllu að skrifa undir eins árs samning við Lundúnarliðið í dag.

Nú gengur sú saga að gríski klúbburinn, AEK Aþena, sé einnig á höttunum á eftir Íslendingnum og eiga hafa boðið honum samning.

Þetta kemur fram í grískum fjölmiðlum í morgun, en Elfar Freyr Helgason, fyrrum leikmaður Breiðabliks, samdi við gríska félagið í vikunni. Arnar Grétarsson er einnig yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

Forráðamenn AEK eiga hafa hitt Eið Smára og faðir hans Arnór Guðjohnsen á hóteli í London í gær, þar hafi gríska félagið lagt fram samningstilboð, en samningurinn ku vera 2 ára og Eiður Smári yrði launahæsti leikmaður félagsins.

Ef Eiður Smári ákveður að ganga til liðs við AEK Aþenu verður það í annað skipti á stuttum tíma þar sem leikmaðurinn hættir við að fara til West-Ham á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×