„Við eigum alveg ágæta möguleika, verðum bara að halda markinu hreinu og pota inn einu marki," sagði Freyr Bjarnason, markaskorari FH, eftir leikinn í kvöld.
„Þetta var fínn leikur að okkur hálfa en við spiluðum góðan varnarleik og fengum nokkur ákjósanleg marktækifæri til þess að klára dæmið".
„Það var mjög svekkjandi að fá á sig þetta mark undir lok fyrri hálfleiks, en fram að því höfðum við spilað virkilega vel".
