Erla Bolladóttir: Mikil sorg að Sævar sé farinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2011 16:02 Sævars Ciesielski lést af slysförum aðfaranótt miðvikudagsins. Mynd/ GVA. Erla Bolladóttir, fyrrverandi unnusta Sævars Ciesielskis, segir það vera mikla sorg að Sævar skuli vera farinn. Hann lést þegar að hann datt í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags og fékk höfuðhögg. Sævar og Erla héldu kunningsskap allt fram til hins síðasta. „Það er mikil sorg að hann skuli vera farinn og kemur miklu róti á mig sem eftirlifandi aðili að þessum málum, sem engin skil voru gerð," segir Erla. Þar á hún við rannsóknir á andlátum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.Sárari þörf fyrir að klára Guðmundar og Geirfinnsmálið „Þetta mál hefur aldrei verið klárað og hvort sem okkur líkar það eða ekki, þá geng ég um í ókláruðu máli. Þetta hefur þau áhrif á mig að það vaknar hjá mér einhver sárari þörf og kraftur fyrir að fara í einhverjar aðgerðir og athuga málið betur. Ekki síst af virðingu við minningu Sævars og það mótlæti sem hann þoldi," segir Erla í samtali við Vísi. Erla segist eiga von á því að hún muni gera það sem dugi til að einhver hreyfing verði á því máli úr þeirri stöðu sem það er í dag. „Það er ekki hægt, hvorki fyrir mig, barnið mitt og Sævars sem er orðin fullorðin manneskja í dag og afkomendur okkar né fyrir sögu þessa samfélags, eða fyrir afkomendur neinnar annarrar manneskju sem þetta land byggir að láta þetta kyrrt liggja þar sem þetta er. Það er bara ekki hægt og það er vont fyrir íslenska þjóð," segir Erla.Átti að fá uppreisn æru „Ef þetta mál hefði verið búð núna og hann hefði dáið núna að málinu loknu með uppreisn æru og með viðurkenningu á því hvernig komið hefði verið fram við hann þá myndi ríkja friður yfir andláti hans. Og þá væri hægt að kveðja hann með sátt í hjarta. En andlát hans rífur miklu frekar upp einhverjar dyr sem erfitt, en að því er virðist óhjákvæmilegt, er að fara í gegnum," segir Erla. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Erla Bolladóttir, fyrrverandi unnusta Sævars Ciesielskis, segir það vera mikla sorg að Sævar skuli vera farinn. Hann lést þegar að hann datt í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags og fékk höfuðhögg. Sævar og Erla héldu kunningsskap allt fram til hins síðasta. „Það er mikil sorg að hann skuli vera farinn og kemur miklu róti á mig sem eftirlifandi aðili að þessum málum, sem engin skil voru gerð," segir Erla. Þar á hún við rannsóknir á andlátum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.Sárari þörf fyrir að klára Guðmundar og Geirfinnsmálið „Þetta mál hefur aldrei verið klárað og hvort sem okkur líkar það eða ekki, þá geng ég um í ókláruðu máli. Þetta hefur þau áhrif á mig að það vaknar hjá mér einhver sárari þörf og kraftur fyrir að fara í einhverjar aðgerðir og athuga málið betur. Ekki síst af virðingu við minningu Sævars og það mótlæti sem hann þoldi," segir Erla í samtali við Vísi. Erla segist eiga von á því að hún muni gera það sem dugi til að einhver hreyfing verði á því máli úr þeirri stöðu sem það er í dag. „Það er ekki hægt, hvorki fyrir mig, barnið mitt og Sævars sem er orðin fullorðin manneskja í dag og afkomendur okkar né fyrir sögu þessa samfélags, eða fyrir afkomendur neinnar annarrar manneskju sem þetta land byggir að láta þetta kyrrt liggja þar sem þetta er. Það er bara ekki hægt og það er vont fyrir íslenska þjóð," segir Erla.Átti að fá uppreisn æru „Ef þetta mál hefði verið búð núna og hann hefði dáið núna að málinu loknu með uppreisn æru og með viðurkenningu á því hvernig komið hefði verið fram við hann þá myndi ríkja friður yfir andláti hans. Og þá væri hægt að kveðja hann með sátt í hjarta. En andlát hans rífur miklu frekar upp einhverjar dyr sem erfitt, en að því er virðist óhjákvæmilegt, er að fara í gegnum," segir Erla.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira