Erlent

Fjölmenni við útför Betty Ford

Fjölmenni var við útförina en hana sóttu m.a. Nancy Reagan og George Bush.
Fjölmenni var við útförina en hana sóttu m.a. Nancy Reagan og George Bush. Mynd/AP
Michelle Obama, forsetafrú Bandríkjanna, og George Bush yngri, fyrrverandi forseti, voru meðal þeirra sem voru viðstaddir útför Betty Ford, fyrrverandi forsetafrúar og stofnanda meðferðarheimilis undir eigin nafni, sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hún lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Betty var eiginkona forsetans Geralds Ford, sem sat í embætti eitt kjörtímabil á árunum 1974 til 1977 eftir að Richard Nixon sagði af sér. Forsetinn fyrrverandi lést fyrir fimm árum.

Fjölmenni var við útförina en hana sóttu m.a. Nancy Reagan, Rosalynn Carter og Hillary Clinton sem allar voru eitt sinn forsetafrúr Bandaríkjanna.

Meðferðarheimili Betty Ford er að ein þekktasta stofnun sinnar tegundar í heiminum, enda hefur mikill fjöldi stjarna leitað sér aðstoðar þar. Í þeim hópi eru Elizabeth Taylor, Johnny Cash og Lindsay Lohan. Margir hafa minnst Ford opinberlega af miklum hlýhug, þar á meðal sitjandi forseti, Barack Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×