Erlent

Gleymdi barninu sínu á bensínstöð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barnið gleymdist á bensínstöð. Mynd/ Getty.
Barnið gleymdist á bensínstöð. Mynd/ Getty.
Utangátta faðir gleymdi barninu sínu á bensínstöð í Hønefoss í Noregi og ók af stað án barnsins. Eftir að tuttugu mínútur voru liðnar frá því að faðirinn yfirgaf bensínstöðina ákvað bensínafgreiðslufólkið að nú væri nóg komið og afréð að láta pabbann vita.

Símanúmerið var fundið og hann kom strax til baka til að sækja barnið sitt eftir að starfsmaður í afgreiðslu hringdi. Starfsmaðurinn passaði vel upp á barnið, sem var níu ára gamalt, í millitíðinni, segir Lars Kristian Evensen hjá norsku lögreglunni.

Faðirinn mun hafa verið mjög þakklátur fyrir að hafa fengið símtalið. „Ég hefði gjarnan viljað sjá framan í hann þegar hringt var í hann,“ segir Evensen við norska blaðið Aftenposten og hlær.

Evensen segir að hann hafi unnið í lögreglunni síðan 1981, en aldrei heyrt um neitt atvik þessu líkt áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×