Viðskipti innlent

Seðlabankinn keypti evrur á 215 krónur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Mynd/ Stefán.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Mynd/ Stefán.
Seðlabankinn keypti krónur í dag gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri fyrir tæpa 15 milljarða íslenskra króna. Útboð fór fram klukkan ellefu í dag en það var auglýst þann 28. júní síðastliðinn. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.  

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að útboðinu hafi verið þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðuðust við þau gengi sem lögð voru inn. Alls bárust tilboð að fjárhæð 52.2 milljarða króna. Tilboðum var tekið fyrir 14.9 milljarða króna og var lágmarksverð samþykktra tilboða 215,00 kr. fyrir evru og var meðalverð samþykktra tilboða 216,33 kr. fyrir evru.

Tilboðum sem voru yfir lágmarksverði var tekið að fullu, en tilboð sem voru jafnhá lágmarksverði voru samþykkt hlutfallslega miðað við hlutfallið 44,0%.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×