Erlent

Réttað á ný yfir Assange

Assange hélt ró sinni þegar hann mætti fyrir rétt í morgun, en tjáði sig ekki um málið við blaðamenn.
Assange hélt ró sinni þegar hann mætti fyrir rétt í morgun, en tjáði sig ekki um málið við blaðamenn. Mynd/AP
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, situr nú í réttarsal þar sem tekin er fyrir áfrýjun á ákvörðun dómara um framsal hans til Svíþjóðar, þar sem Assange á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot.

Lögfræðingar Assange sögðust við upphaf málsflutnings ekki hafa í hyggju að ráðast á þær konur sem bera fram ásakanir á hendur Assange, og muni ekki draga þá vanlíðan sem hegðun Assange olli þeim í efa. Hinsvegar héldu þeir því fram að lýsingar á brotum Assange hafi verið ósanngjarnar og ónákvæmar, og sögðu að ekki væri hægt að flokka hegðun hans sem nauðgun.

Assange hefur haldið því fram að framsal til Svíþjóðar myndi auðvelda yfirvöldum að fá hann framseldan til Bandaríkjanna þar sem hans gætu beðið ákærur vegna birtingar hans á hundruðum þúsunda trúnaðarskjala úr hirslum bandarískra yfirvalda, en lögfræðingar Assange hafa sagt verulega hættu vera á því að Assange hlyti dauðarefsingu í Bandaríkjunum, eða fangavist í Guantanamo Bay fangabúðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×