Erlent

Finna lík á floti í Volgu

Aðstandendur yfirbugaðir af sorg
Aðstandendur yfirbugaðir af sorg Mynd/AP
Kafarar og björgunarsveitarmenn hafa fundið 59 lík á floti í ánni Volgu eftir að rússneskt skemmtiferðarskip sökk á nokkrum mínútum í ánni í fyrradag. Hátt í 200 voru um borð og er 67 enn saknað.

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, hefur lýst yfir þjóðarsorg og fyrirskipað að fram fari opinber rannsókn á slysinu. Talið er að of margir hafi verið um borð í farþegaskipinu sem var komið vel til ára sinna.

Volga er lengsta á Evrópu og ein mesta siglingaleið innan Rússlands. Fjölmörg skemmtiferðaskip fara um Volgu á þessum árstíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×