Erlent

Pia hjólar í forsætisráðherrann

Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins.
Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins. Mynd/ImageForum
Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, fer hörðum orðum um Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í viðtali við Berlingske Tidende. Ríkisstjórn Lars Løkke nýtur stuðnings Danska þjóðarflokksins en flokkurinn er afar umdeildur líkt og flokksformaðurinn Pia.

Pia segir að forsætisráðherrann verði að draga andann djúpt því að undanförnu hafi hann birst geðillur, bitur og jafnvel reiður í fjölmiðlum. Slík framkoma sé ekki trausvekjandi og af henni verði Lars Løkke að láta ætli hann ekki að tapa í kosningunum í haust og hleypa þannig Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga jafnaðarmanna, í stól forsætisráðherra.

Kosið verður til þings um miðjan nóvember og gefa skoðanakannanir ekki annað til kynna en að Pia og flokkur hennar verði áfram áhrifamikil í dönskum stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×