Erlent

Dæmdur fyrir að neita fjöldamorðum í Seinni heimsstyrjöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Edgar Weiler lögmaður breska biskupsins Richard Williamson við réttarhöldin. Mynd/ AFP.
Edgar Weiler lögmaður breska biskupsins Richard Williamson við réttarhöldin. Mynd/ AFP.
Áfrýjunardómstóll í Þýskalandi staðfesti í dag dóm um að breski biskupinn Richard Williamson hafi afneitað helförinni. Dómurinn ákvað samt að minnka sektina sem Williamson fær fyrir það að hafa neitað því að Nasistar hefðu drepið sex milljónir Gyðinga í útrýmingarbúðunum.

Hinn 71 árs gamli Williamson hafði áfrýjað dóm frá dómstól í Regensburg. Samkvæmt þeim dómi átti Williamson að greiða 10 þúsund evra sekt, eða 1,65 milljónir, fyrir fullyrðingar í viðtali í Regensburg árið 2008 við sænskt sjónvarp.

Samkvæmt frásögn Jyllands Posten sagði Williamson meðal annars að 200 til 300 þúsund Gyðingar hefðu verið í útrýmingarbúðum Nasista en hann neitaði því að gas hefði verið notað í þeim.

Í Þýskalandi er bannað að neita því að Nasistar hafi myrt sex milljónir manna í Seinni heimsstyrjöldinni.

Áfrýjunardómstóllinn ákvað að lækka sektina úr 10 þúsund evrum í 6500 evrur eða 1,1 milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×