Erlent

JR og Bobby í nýjum Dallas þáttum

Óli Tynes skrifar
JR og Bobby eilítið yngri en þeir eru í dag.
JR og Bobby eilítið yngri en þeir eru í dag.
Tveimur áratugum eftir að síðasti þátturinn af Dallas var sýndur hefur nú verið ákveðið að gera nýja þáttaröð. Stóru fréttirnar teljast eflaust að meðal leikenda verða bæði Larry Hagmann sem hinn lúmski JR og Patrick Duffy sem er góðmennið Bobby. Fyrstu þáttaraðirnar gengu  ekki síst út á samkeppni milli þeirra bræðra. Nú eru það synir þeirra John Ross, sonur JR og Christopher fóstursonur Bobbys sem takast á.

 

Það eykur enn spennuna á milli þeirra að þeir fella báðir hug til sömu konunnar. Búið er að semja um gerð 10 þátta og fara þeir í loftið á kapalstöðinni TNT næsta sumar. Í athugasemdum við þessa frétt á Sky sjónvarpsstöðinni má sjá mörg tilmæli um að kynningarlagi þáttanna verði ekki breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×