Erlent

Skemmtiferðaskip sökk í Rússlandi

Frá björgunaraðgerðum í dag
Frá björgunaraðgerðum í dag Mynd/AFP
Að minnsta kosti hundrað manns er saknað eftir að skemmtiferðaskip sökk í Volga ánni í Rússlandi, um það bil 750 kílómetrum frá höfuðborginni Moskvu. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum voru 180 um borð í skipinu þegar það sökk og vinna nú kafarar og björgunarsveitarmenn að því að reyna bjarga fólki. Talið er að lítil von sé að farþegarnir finnist á lífi.

Áður en skipið sökk náðu björgunarmenn að bjarga 78 manns af skipinu. Staðfest er að tveir séu látnir. Fjölmiðlar í Rússlandi segja að skipið sé hannað fyrir 140 farþega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×