Svo gæti farið að fyrsta par 6 hola á landinu verði á Víkurvelli sem staðsettur er í Vík í Mýrdal. Í dag er völlurinn níu holur, en gert er ráð fyrir 18 holu golfvelli í nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps samkvæmt heimasíðunni, www.vik.is/golf.
Umrædd hola er í dag lengsta par 5 hola á landinu eða 565 metrar. Þráinn Sigurðsson, formaður golfklúbbsins, segir í viðtalið við blaðið, Sunnlenska, að það sé á dagskránni að lengja brautina svo hægt sé að bjóða upp á einu par 6 holu á Íslandi.
„Aðsóknin má alltaf vera meiri en við teljum að völlurinn sé að verða mjög spennandi,“ sagði Þráinn við blaðið Sunnlenska.
Í dag samanstendur völlurinn af þremur par 3 brautum, fjórum par 4 og tveimur par 5 brautum. Sjötta brautin, Katla, gæti orðið fyrsta par 6 hola á landinu.
Fyrsta par 6 hola landsins í bígerð
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


