Formúla 1

Fernando Alonso sigraði Silverstone-kappaksturinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fernando Alonso sigraði í dag. Mynd. / AFP
Fernando Alonso sigraði í dag. Mynd. / AFP
Fernando Alonso, ökuþór hjá Ferrari, vann í dag frábæran sigur í breska kappakstrinum í Silverstone eftir spennandi keppni. Sebastian Vettel varð í öðru sæti og Mark Webber í því þriðja en þeir tveir aka báðir fyrir Red Bull liðið.

Þetta var fyrsti sigur Alonso á þessu ári og því gríðarlega mikilvægur fyrir hann í Formúlu 1 keppninni.

Spánverjinn náðu forystunni eftir mistök hjá Red-Bull liðinu í þjónustuhléi og þá tók Alonso framúr Sebastian Vettel.

Heimamaðurinn, Lewis Hamilton, endaði í fjórða sæti keppninnar og náði sér ekki almennilega á strik í dag.

Eftir keppnina í dag er Sebastian Vettel í efsta sæti í keppni ökuþóra með 204 stig, en á eftir honum kemur Mark Webber með 124 stig en báðir aka þeir fyrir Red-Bull Renault liðið. Fernando Alonso er í þriðja sætinu með 112 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×