Erlent

Bylting í baráttu gegn flensu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vísindamenn telja sig hafa fundið nýtt lyf gegn flensu. Mynd/ afp.
Vísindamenn telja sig hafa fundið nýtt lyf gegn flensu. Mynd/ afp.
Vísindamenn segjast hafa fundið mótefni gegn öllum tegundum af flensuveiru í fyrsta sinn. Rannsóknir á flensusýktum músum sýna góðan árangur af notkun þessa mótefnis. Búist er við því að hægt verði að nýta mótefni af þessu tagi til að þróa lyf sem er mun betra en önnur lyf sem hingað til hafa verið notuð gegn flensu. Hingað til hefur þurft að finna nýtt flensulyf á hverju ári vegna þess að flensuveirur stökkbreytast frá ári til árs. Vísindamennirnir telja hins vegar að nýja mótefnið muni virka á þætti sem allar flensuveirur hafi sameiginlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×