Erlent

Humala í forsetastólinn - segir skilið við róttæka fortíð

Ollanta Humala, nýkjörinn forseti Perú.
Ollanta Humala, nýkjörinn forseti Perú. Mynd/AFP
Hinn vinstrisinnaði Ollanta Humala tók í dag við forsetaembættinu í Perú, en hann hlaut rétt rúm 50% atkvæða gegn andstæðingi sínum, hinni japanskættuðu Keiko Fujimori í forsetakosningum sem fram fóru í júní.

Nýji forsetinn hét því í dag að fátækari íbúar landsins komi til með að taka þátt í efnahagslegri uppsveiflu Perú, en í kosningabáráttu sinni lagði hann sig fram við að sannfæra kjósendur um að hann hefði það ekki í huga að innleiða vinstristefnu í anda stjórnarstefnu Venesúela, þrátt fyrir að hafa áður verið róttækur vinstrisinni.

Humala fór fyrir misheppnuðu valdaráni ásamt bróður sínum í Perú árið 2000, en valdaránið beindist gegn Alberto Fujimori, þáverandi forseta og föður Keiko Fujimori, andstæðingsins sem hann lagði af velli í kosningunum í gær.

Hann ítrekaði það hinsvegar í ræðu sinni í dag að hann hefði sagt skilið við róttækar hugsjónir fortíðarinnar og hyggðist nú stýra landinu út frá miðlægum stjórnmálahugsjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×