Erlent

Þjóðverjar og Danir eru frídagakóngar ESB

Þótt að Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi nýlega gagnrýnt lönd í Suður Evrópu fyrir að halda of marga frídaga og fara of snemma á eftirlaun kemur í ljós að það eru Þjóðverjar og Danir sem halda felsta frídaga af löndum Evrópusambandsins.

Hvor þjóðin um sig er með 40 frídaga á ári ef helgidagar eru taldir með. Til samanburðar halda Grikkir og Portúgalir 33 frídaga á ári.

Þetta eru niðurstöður nýrrar úttektar sem unnin var af stofnuninni Eurofound en hún fæst við rannsóknir á velferðarmálum innan Evrópusambandsins.

Sú þjóð innan sambandsins sem heldur fæsta frídaga eru Rúmenar en þar eru dagarnir 27 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×