Enski boltinn

Stórsigur Chelsea á Kitchee í Asíu-bikarnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Malouda í góðu færi í leiknum í dag.
Malouda í góðu færi í leiknum í dag. Nordic Photos/AFP
Chelsea tók heimamenn í Kitchee í kennslustund í Asíu-bikarnum í knattspyrnu. Chelsea vann stórsigur í leiknum 4-0 og leikur í úrslitum keppninnar á laugardag. Andstæðingurinn verður Aston Villa sem vann Blackburn í fyrri leik dagsins.

Yfirburðir Chelsea voru miklir í Hong Kong en áhorfendur þurftu þó að bíða dágóða stund eftir fyrsta markinu. Ísraelinn Yossi Benayoun féll í teignum á 38. mínútu og vítaspyrna réttilega dæmd. Frank Lampard fór á punktinn og skoraði örugglega.

Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttirnar. Fyrst skoruðu Kitchee-menn sjálfsmark áður en Didier Drogba og Daniel Sturridge bættu við mörkum. Öruggur sigur Chelsea í höfn sem litu ágætlega út og til alls vísir á komandi leiktíð.

Fernando Torres kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og átti meðal annars skot í stöngina en tókst ekki að skora.


Tengdar fréttir

Darren Bent tryggði Villa sigur á Blackburn

Aston Villa vann 1-0 sigur á Blackburn í Asíu-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer í Hong Kong. Darren Bent skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en sigur Villa var sanngjarn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×