Formúla 1

Button ekur í 200 Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn

Jenson  Button hefur komið víða við á ferlinum og sést hér aka í sýningarakstri í miðborg Moskvu í júlí.
Jenson Button hefur komið víða við á ferlinum og sést hér aka í sýningarakstri í miðborg Moskvu í júlí. AP mynd. Mikhail Metzel
Það verða tímamót hjá Jenson Button hjá McLaren á sunnudaginn. Þá keppir hann í sínu 200 Formúlu 1 móti. Á sunnudaginn verður keppt á Hungaroring brautinni skammt frá miðborg Búdapest. Button vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006.

„Það er alltaf gaman að fara til Ungverjalandi, þar sem þetta er braut sem ég vann fyrsta kappaksturinn minn á. Ég mun fagna því að keppa í 200 mótinu á sunnudaginn. Ég trúi vart að ég hafi tekið þátt í svona mörgum mótum, af því mér finnst mér ekki degi eldri en þegar ég keppti í fyrsta skipti árið 2000", sagði Button.

Button segir Búdapest fallega borg og ökumenn njótu mótsins í Ungverjalandi vel. Button hefur fallið úr leik í tveimur síðustu mótum. Fyrst á Bretlandi þegar láðist að festa framdekk tryggilega í þjónustuhléi og síðan bilaði bíll hans í Þýskalandi á sunnudaginn.

„Ég vonast eftir betra gengi í Ungverjalandi. Bíllinn var samkeppnisfær í Mónakó á dögunum og ég vona að það sama verði upp á teningnum á Hungaroring þar sem brautin hefur svipaðan karakter", sagði Button.

Brautarlýsing er á kappakstur.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×