Innlent

Stjórnlagaráð samþykkir kafla um Alþingi

Frá fundi stjórnlagaráðs í maí.
Frá fundi stjórnlagaráðs í maí. Mynd/GVA
Stjórnlagaráð samþykkti í kvöld kafla um Alþingi í drögum að nýrri stjórnarskrá. Var það þriðji kaflinn sem ráðið samþykkti í dag, en fyrr í dag voru samþykktir kaflar um mannréttindi og náttúru annars vegar, og undirstöður hins vegar.

Kaflinn um Alþingi telur alls 39 ákvæði. Mörg nýmæli koma fram í kaflanum og má þar á meðal nefna möguleika almennings að krefjast þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt, en til þess þarf stuðnings 10% kjósenda.

Þá munu atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt, auk þess sem kjósandi mun með persónukjöri geta valið frambjóðendur þvert á lista.

Málsskotsréttur forseta Íslands verður í óbreyttu formi þar sem ráðið féll frá fyrri tillögum um takmarkanir á málskotsrétti forsetans.

18. ráðsfundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×