Innlent

Björgunaræfingar á Faxaflóa

Það var mikið um að vera á Faxaflóanum í dag þegar Landhelgisgæslan og áhöfn danska varðskipsins Knud Rasmussen æfðu björgunaraðgerðir.

Fyrri hluti æfingarinnar fór fram síðdegis í gær, en þá tók björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að sér að leika skip sem þarfnaðist aðstoðar vegna eldsvoða um borð og var danska varðskipið kallað til aðstoðar.

Í dag æfði þyrla Landhelgisgæslunnar með skipverjum. Æfingarnar eru liður í lokaprófi tilvonandi skipstjóra varðskipsins og eru eftirlitsmenn frá Danmörku með í för til að meta hæfni hennar.

Verkefni skipa á borð við Knud Rasmussen eru aðallega fólgin í eftirliti með langhelgi Dana, og segir Per Frank Hansen yfirmaður hjá danska sjóhernum segir að aðstæður hér og hið víðfræga íslenska blíðviðri henti einstaklega vel til æfinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×