Ferrari í sóknarhug í næstu mótum 26. júlí 2011 17:09 Fernando Alonso á ferð á Ferrari. AP mynd: Petr David Josek Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. „Það er ljóst að við verðum að sækja í hverju móti. Því fleiri ökumenn sem verða í baráttunni á toppnum, þess auðveldara verður að minnka muninn. Eins og er þá er bilið mikið", sagði Domenicali í frétt á autosport.com í dag. Alonso varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í þýska kappakstrinum á sunnudaginn á Nürburgring, en hann vann mótið á undan á Silverstone brautinni í Bretlandi. Domenicali var ánægður með að Ferrari bíllinn virkaði ágætlega þó kalt væri í veðri í Þýskalandi, en vandamál hefur verið að koma hita í dekkin hjá Ferrari í mörgum mótum. „Ég er ánægður að í tveimur síðustu mótum hefur Fernando náð í flest stig allra og það þýðir að við erum á réttum stað. Seinni hluti mótsins verður áhugaverður fyrir okkur. Ég tel að Red Bull sé sterkasta liðið, en McLaren sýndi styrk sinn og ég vanmet ekki keppinautanna." Ferrari keppir í Ungverjalandi í um næstu helgi og mun halda áfram að þróa bílinn í næstu mótum til að keppa við McLaren og Red Bull í stigaslag ökumanna og bílasmiða. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. „Það er ljóst að við verðum að sækja í hverju móti. Því fleiri ökumenn sem verða í baráttunni á toppnum, þess auðveldara verður að minnka muninn. Eins og er þá er bilið mikið", sagði Domenicali í frétt á autosport.com í dag. Alonso varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í þýska kappakstrinum á sunnudaginn á Nürburgring, en hann vann mótið á undan á Silverstone brautinni í Bretlandi. Domenicali var ánægður með að Ferrari bíllinn virkaði ágætlega þó kalt væri í veðri í Þýskalandi, en vandamál hefur verið að koma hita í dekkin hjá Ferrari í mörgum mótum. „Ég er ánægður að í tveimur síðustu mótum hefur Fernando náð í flest stig allra og það þýðir að við erum á réttum stað. Seinni hluti mótsins verður áhugaverður fyrir okkur. Ég tel að Red Bull sé sterkasta liðið, en McLaren sýndi styrk sinn og ég vanmet ekki keppinautanna." Ferrari keppir í Ungverjalandi í um næstu helgi og mun halda áfram að þróa bílinn í næstu mótum til að keppa við McLaren og Red Bull í stigaslag ökumanna og bílasmiða.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira