Innlent

Seinni umræða hefst í dag

Mynd Brink
Síðari umræða Stjórnlagaráðs um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár hefst klukkan eitt í dag. Fundurinn er opinn almenningi, eins og aðrir fundir ráðsins, og í beinni útsendingu á vef Stjórnlagaráðs.

Drögin telja níu kafla sem innihalda alls 113. stjórnarskrárákvæði.

Á fundinum fara fram umræður um drögin og breytingartillögur. Gert er ráð fyrir að síðari umræða um drögin fari fram í ráðinu bæði í dag og á morgun, miðvikudag.  Að umræðum loknum fer fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið í heild. Stjórnlagaráð afhendir frumvarpið forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×