Lára Kristín: Samheldnin, hjartað og föðurlandsástin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2011 20:30 Lára Kristín Pedersen leikmaður Aftureldingar er í stúlknalandsliði Íslands 17 ára og yngri. Stelpurnar mæta Spánverjum á fimmtudaginn í undanúrslitum Evrópumótsins. Leikið er í Nyon í Sviss en stelpurnar halda utan í kvöld. Lára Kristín og íslensku stelpurnar æfðu á Valsvelli í dag og greinilegt að stemmningin í hópnum er góð. Stelpurnar skemmtu sér vel á æfingunni, greinilega góðar vinkonur en þó einbeittar á verkefnið framundan. „Já, þetta verður mjög erfitt en við ætlum að gefa allt í þetta og taka þennan leik," segir Lára Kristín. Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki en auk þess hafa Spánverjar notið mikillar velgengni hvert sem litið er í alþjóðaknattspyrnu undanfarin misseri. „Já, að sjálfsögðu eigum við möguleika. Við erum búnar að standa okkur alveg jafnvel, jafnvel betur. Við ætlum að sýna hvað við getum," segir Lára Kristín sem segir samheldnina, hjartað og föðurlandsástina vera styrk íslenska liðsins. Lára Kristín segir hópinn mjög skemmtilegan og stelpurnar nái vel saman. Það hjálpi mikið til. Þær láta sér ekki leiðast á landsliðsferðalögum heldur. „Við bara höngum saman inni á herbergi, hlustum á tónlist og tölum saman," segir Lára Kristín hissa á að fréttamaður velti fyrir sér hvernig stelpurnar láti tímann líða. Lára Kristín segir landsliðið svipað A-landsliði kvenna að því leyti að þær láti vel finna fyrir sér á vellinum. Hún segir stelpurnar spenntar enda sé ekki annað hægt. Aðspurð hvort stelpurnar muni ekki standa sig vel segir Lára: „Það er loforð." Landsleikur Íslands og Spánar fer fram klukkan 12 að íslenskum tíma á fimmtudaginn. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Lára Kristín Pedersen leikmaður Aftureldingar er í stúlknalandsliði Íslands 17 ára og yngri. Stelpurnar mæta Spánverjum á fimmtudaginn í undanúrslitum Evrópumótsins. Leikið er í Nyon í Sviss en stelpurnar halda utan í kvöld. Lára Kristín og íslensku stelpurnar æfðu á Valsvelli í dag og greinilegt að stemmningin í hópnum er góð. Stelpurnar skemmtu sér vel á æfingunni, greinilega góðar vinkonur en þó einbeittar á verkefnið framundan. „Já, þetta verður mjög erfitt en við ætlum að gefa allt í þetta og taka þennan leik," segir Lára Kristín. Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki en auk þess hafa Spánverjar notið mikillar velgengni hvert sem litið er í alþjóðaknattspyrnu undanfarin misseri. „Já, að sjálfsögðu eigum við möguleika. Við erum búnar að standa okkur alveg jafnvel, jafnvel betur. Við ætlum að sýna hvað við getum," segir Lára Kristín sem segir samheldnina, hjartað og föðurlandsástina vera styrk íslenska liðsins. Lára Kristín segir hópinn mjög skemmtilegan og stelpurnar nái vel saman. Það hjálpi mikið til. Þær láta sér ekki leiðast á landsliðsferðalögum heldur. „Við bara höngum saman inni á herbergi, hlustum á tónlist og tölum saman," segir Lára Kristín hissa á að fréttamaður velti fyrir sér hvernig stelpurnar láti tímann líða. Lára Kristín segir landsliðið svipað A-landsliði kvenna að því leyti að þær láti vel finna fyrir sér á vellinum. Hún segir stelpurnar spenntar enda sé ekki annað hægt. Aðspurð hvort stelpurnar muni ekki standa sig vel segir Lára: „Það er loforð." Landsleikur Íslands og Spánar fer fram klukkan 12 að íslenskum tíma á fimmtudaginn.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira