Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Erla Hlynsdóttir skrifar 25. júlí 2011 10:13 Breivik skipulagði sig ítarlega og sendi bæði stefnuyfirlýsingu og myndband frá sér áður en hann myrti saklausa borgara í Noregi á föstudag Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Þetta kemur fram í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem hann stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey. Þar gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Í stefnuyfirlýsingunni tekur Breivik eftirfarandi dæmi til að skýra mál sitt. „Hvað gerir þú þegar rör springur á baðherberginu þínu og vatn flæðir um allt? Það er ekki flókið. Þú ræðst að rótum vandans, að lekanum sjálfum. Þú eyðir ekki tíma í að þurrka upp vatnið fyrr en þú ert búinn að fyrirbyggja lekann. Það segir sig sjálft að stjórnvöld okkar eru lekinn (allt svikarar af A, B og C gerð), múslimarnir eru vatnið."Tegundir svikara Eins og komið hefur fram flokkar Breivik svikara í nokkrar gerðir eftir því hversu hættulega hann telur þá vera samfélaginu með stuðningi sínum við fjölmenningarstefnu og marxisma, og hversu mikil áhrif þeir hafa í samfélaginu. Þannig eru A-svikarar meðal annars stjórnmálaleiðtogar og stjórnendur fjölmiðla, B-svikarar eru meðal annars háskólaprófessorar í marxískum fræðum og blaðamenn, en C-svikarar eru fólk sem áður var í fyrri hópunum en hefur misst völd.Þrískipt stríðsáætlun Breivik útbjó þriggja þrepa áætlun til að koma þeim múslimum úr Evrópu sem ekki aðlagast evrópsku samfélagi og er það í síðasta hluta þeirrar áætlunar sem hann hefur skipulagt beinar árásir á múslima. Breivik verður leiddur fyrir dómara klukkan ellefu í dag, að íslenskum tíma, þar sem tekin verður fyrir krafa um gæsluvarðhald á hendur honum. Lögreglan hefur staðfest að 93 eru látnir eftir árásirnar, þar af voru 86 myrtir í Útey en 7 í Osló. Enn fleiri er enn saknað.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira