Viðskipti innlent

Þorsteinn Hjaltested er skattakóngurinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorsteinn Hjaltested er landeigandi á Vatnsenda.
Þorsteinn Hjaltested er landeigandi á Vatnsenda.

Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er skattakóngur ársins 2010, en álagningaskrár Ríkisskattstjóra eru lagðar fram í dag. Þorsteinn greiðir samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld. Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuður er í öðru sæti. Hann greiðir tæpa 131 milljón króna í opinber gjöld. Í þriðja sæti kemur svo Skúli Mogensen, sem er einn af eigendum MP banka, en hann greiðir um 111 milljónir króna í opinber gjöld. Í fjórða sæti kemur svo Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, en hún greiðir um 98 milljónir í opinber gjöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×