Innlent

Svifryk á höfuðborgarsvæðinu

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Mistur hefur verið í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en um er að ræða svifryk sem sennileg berst frá öskufallssvæðinu fyrir austan. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við öskufoki syðst á landinu fram á nótt, einkum á Vík og vestur fyrir Eyjafjöll, þar sem suðaustlægar áttir eru ríkjandi og töluverður vindur. Búist er við úrkomu í nótt og í fyrramálið ásamt því að draga mun smám saman úr vindstyrk er líður á morgundaginn og má reikna með að loftgæði batni í kjölfarið.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að styrkur svifryks í Reykjavík gæti því farið yfir heilsuverndarmörk í dag. Mörku eru 50 míkrógrömm rúmmetra á sólarhring. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er bent á að taka tillit til aðstæðna.

Hægt er að fylgjast með mælingum á svifryki hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×