Hver er Anders Breivik? 23. júlí 2011 12:19 Anders Behring Breivik átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Mynd/AFP Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira