Skaut á fólk sem reyndi að synda af eyjunni 23. júlí 2011 12:03 Breivik skaut á fólk sem reyndi að synda í burtu. Mynd/AFP/Vísir Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þau hafa lýst vitorðsmanninum sem dökkhærðum hávöxnum manni sem var norrænn í útlit. Hann hafi haldið á skammbyssu og verið með riffil á bakinu. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Kafaradeild lögreglunnar kembir nú hafsbotnin í leit að þeim sem enn hafa ekki komið í leitirnar. Lýsingar þeirra sem lifðu árásina af gefa smá saman glögga mynd að voðverkum gærdagsins. Fimmtán ára stúlka sem var á eyjunni í gær segist hafa legið á jörðinni og þóst vera látin á meðan árásarmaðurinn skaut á alla sem reyndu að flýja. Eftir að hafa skotið alla sem voru á svæðinu hafi hann næst gengið niður að ströndinni og skotið á þá sem reyndu að flýja eyjuna syndandi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að helsta verkefni hans væri nú að halda vörð um samstöðu Norðmanna og tilfinningar þeirra. ,,Norðmenn eru lítil þjóð, en við erum stolt þjóð og samheldin. Sérstaklega á tímum sem þessum. Norðmenn allir finna til náinna tengsla við fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Osló og skotárásarinnar í sumarbúðum verkamannaflokksins í Útey," sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þau hafa lýst vitorðsmanninum sem dökkhærðum hávöxnum manni sem var norrænn í útlit. Hann hafi haldið á skammbyssu og verið með riffil á bakinu. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Kafaradeild lögreglunnar kembir nú hafsbotnin í leit að þeim sem enn hafa ekki komið í leitirnar. Lýsingar þeirra sem lifðu árásina af gefa smá saman glögga mynd að voðverkum gærdagsins. Fimmtán ára stúlka sem var á eyjunni í gær segist hafa legið á jörðinni og þóst vera látin á meðan árásarmaðurinn skaut á alla sem reyndu að flýja. Eftir að hafa skotið alla sem voru á svæðinu hafi hann næst gengið niður að ströndinni og skotið á þá sem reyndu að flýja eyjuna syndandi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að helsta verkefni hans væri nú að halda vörð um samstöðu Norðmanna og tilfinningar þeirra. ,,Norðmenn eru lítil þjóð, en við erum stolt þjóð og samheldin. Sérstaklega á tímum sem þessum. Norðmenn allir finna til náinna tengsla við fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Osló og skotárásarinnar í sumarbúðum verkamannaflokksins í Útey," sagði Stoltenberg á blaðamannafundi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira