Innlent

Druslugöngur farnar á fjórum stöðum

Druslaganga í Boston í maí sl.
Druslaganga í Boston í maí sl. Mynd/AP
Druslugöngur verður farnar í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Reykjanesbæ klukkan 14 á morgun. Markmiðið með göngunum er að vekja athygli á og uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi.

Fyrsta druslugangan, eða slut walk eins og fyrirbærið er kallað á ensku, var haldin í Toronto í apríl eftir aðlögreglustjóri borgarinnar sagði að konur þyrftu að passa sig á því að klæða sig ekki eins og druslur til að minnka líkur á því að þeim yrði nauðgað. Gangan vakti mikla athygli og fleiri druslugöngur voru haldnar víða um heim og í byrjun sumars var á ákveðið að efna til slíkrar göngu á Íslandi. Fyrst var ákveðið að ganga í Reykjavík en skömmu síðar bættust einnig við druslugöngur í Reykjanesbæ og á Ísafirði og nú síðast á Akureyri.

Gangan í Reykjavík hefst á Skólavörðuholti, á Akureyri hyggst fólk hittast hjá Akureyrarkirkju, í Reykjanesbæ hefst gangan við Nettó og á Ísafirði hyggst fólk safnast saman hjá gamla Sjúkrahústúninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×