Óttast er að hið minnsta kosti fjórir hafi farist í skotárás í sumarbúðum í Utøya í Noregi nú um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Minnst fimm manns eru særðir eftir árásina, segir norska ríkisútvarpið. Lögreglan hefur ekki staðfest tölu látinna.
Norska ríkisútvarpið segir að byssumaðurinn hafi verið klæddur eins og lögreglumaður. Um 560 ungdemókratar eru í Utøya núna.
Minnst tveir létust í hryðjuverkaárás í Osló, höfuðborg Noregs, í dag. Ekki liggur fyrir hvort tengsl séu milli sprengjunnar sem sprengd var í Osló og skotárásarinnar í Utøya.
Óttast að fjórir hafi farist í skotárásinni
Jón Hákon Halldórsson skrifar
