Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli 22. júlí 2011 08:40 Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira