Erlent

Mótmælendur handteknir í Ísrael

Frá Tel Aviv.
Frá Tel Aviv. Mynd/AP
Tugir mótmælenda voru handteknir víðsvegar um Ísrael þegar fram fóru einhver víðtækustu mótmæli í landinu í áratugi. Talið er að yfir 150 þúsund manns hafi komið saman í 12 borgum í gær til að mótmæla auknum álögum og um leið undirstrika nauðsyn þess að víðtækar breytingar verði gerðar á ísraelsu samfélagið. Fólkið vill auk þess hærri meðallaun og að ódýrara verði að ala upp börn í Ísrael. Fjölmenn mótmæli voru í Tel Aviv, Jerusalem og Haifa sem eru stærstu borgir Ísraels. Þá komu að því er talið um fimm þúsund mótmælendur saman fyrir utan og í grennd við heimili Binyamin Netanyahu, forsætisráðherra, í Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×