Norðmenn vekja aðdáun 30. júlí 2011 21:00 Mynd/AP Skömmu eftir að sprengja sprakk í miðborg Óslóar höfðu herskáir múslimar verið útmálaðir sökudólgar þó annað hafi fljótt komið á daginn. Norðmenn sögðust frá upphafi ætla að svara með kærleika og opnara og lýðræðislegra samfélagi. Rúmri viku eftir mannskæðustu árás á Noreg og Norðurlöndin öll síðan í seinni heimstyrjöldinni eru landsmenn smám saman að ná áttum. Borin hafa verið kennsl á öll fórnarlömb hryðjuverkanna tveggja í Útey og í Ósló og þeir sem slösuðust eru úr lífshættu. Þó enn sé mikil vinna eftir við að koma miðborg Óslóar og eyjunni Útey í samt lag lofaði formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins því í gær að sumarbúðir yrðu haldnar í eyjunni á ný næsta sumar. Þegar fréttir bárust af sprengjuárás við stjórnarbyggingar í Ósló leið ekki á löngu þar til farið var að velta því upp hver gæti staðið á bak við árásina. Noregur er jú friðsæl þjóð en hefur undanfarið tekið þátt í hernaðaraðgerðum í bæði Afganistan og Líbíu. Nánast strax bárust böndin að herskáum múslimum, en slík samtök hafa vissulega hótað hryðjuverkaárásum í Evrópu á undanförnum árum. Ein samtök lýstu tilræðinu meira að segja á hendur sér og sögðu ástæðu þess að ráðist væri á Noreg þátttöku þeirra í stríðinu í Afganistan og birting skopteikninga af Múhameð spámanni. Þegar fréttist svo af því að skotárás ætti sér stað á eyjunni Útey, þar sem hundruð ungmenna voru saman komin, var ekki ljóst hvort um tengingu væri að ræða milli árásanna tveggja. Upplýsingar tóku að berast frá ungmennum Í Útey í gegnum samskiptasíður eins og Twitter og Facebook og fljótlega bárust fréttir af því að árásarmaðurinn í eyjunni væri hávaxinn, ljóshærður og norrænn í útliti. Þá var orðið erfiðara að álykta að um verk múslimskra öfgamanna væri að ræða. Að auki voru árásirnar ólíkar því sem alþjóðleg hryðjuverkasamtök leggja í vana sinn. Þegar Anders Behring Breivik hafði verið handtekinn og nafngreindur komu fram fréttir um að hryðjuverk hans hefðu verið árás á stjórnkerfið í Noregi fremur en nokkuð annað. Fjöldi látinna var á reiki í nokkra daga. Að kvöldi 22. júlí hafði aðeins verið staðfest að tíu hefðu látist, þó varað væri við því að talan myndi hækka. Aðfaranótt laugardags hækkaði hún verulega þegar sagt var að meira en níutíu manns hefðu orðið fórnarlömb hryðjuverkamannsins norska. Sú tala átti þó eftir að lækka á ný og nú hefur verið staðfest að 77 manns eru látnir. Breivik hafði sent frá sér 1.500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu sem leiddi í ljós að hann væri hægriöfgamaður, mótfallinn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Þess vegna réðst hann á Verkamannaflokkinn. Hann segist vera í stríði og sé að reyna að bjarga Evrópu frá múslimskum yfirráðum. Spurningar hafa í kjölfarið vaknað um það hvort stjórnvöld í Evrópuríkjum hafi lagt of mikla áherslu á að uppræta öfgamúslima síðan 11. september 2001 og vanrækt hættuna sem stafi af hægriöfgum. Því hefur verið vísað á bug og tölur frá Europol virðast styðja það. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkum sem vilja ströng innflytjendalög og eru á móti fjölmenningu hafi vaxið fiskur um hrygg hefur hryðjuverkum öfgahægrimanna ekki fjölgað og ofbeldið hefur ekki verið mjög mikið. Árið 2009 voru fjórar árásir reyndar eða framkvæmdar, allar í Ungverjalandi. Lögregluyfirvöld telja því ekki að mikil eða bráð hætta stafi af tengslanetum öfgahægrimanna. Hættan sé meiri af einyrkjum eins og Breivik. Hann virðist ekki hafa sagt neinum af áformum sínum og gat unnið að þeim óáreittur. Ef hann hefði verið hluti af stærra tengslaneti væru væntanlega vísbendingar um það í tölvu hans, sem lögreglan hefur rannsakað. Því óttast evrópsk lögregluyfirvöld frekar að hermiárásir verði framdar, en innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að hittast í september til þess að ræða viðbrögð og framhaldið vegna árásanna. Viðbrögð Norðmanna við voðaverkum Anders Behring Breivik hafa vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn. Þeir hafa sýnt mikla samstöðu og frá upphafi hefur viðkvæðið verið að hatursfullum árásum af þessu tagi skuli svarað með kærleika. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði strax síðastliðinn föstudag að ekki yrði vegið að grunnstoðum lýðræðisins í Noregi með þessum hætti. "Sprengjuárás mun ekki þagga niður í okkur. Skotárás mun ekki þagga niður í okkur," sagði hann. Aðrir stjórnmálamenn og konungsfjölskyldan hafa tekið í svipaðan streng og almenningur í Noregi sömuleiðis. Stuðningssíður hafa meira að segja verið stofnaðar fyrir fjölskyldu hryðjuverkamannsins og verjanda hans. Norðmenn virðast flestir hafa tekið stúlku úr ungliðahreyfingunni á orðinu: „Ef einn maður getur alið með sér svo mikið hatur, hugsið ykkur þá hversu mikinn kærleik við getum sýnt öll saman." Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Skömmu eftir að sprengja sprakk í miðborg Óslóar höfðu herskáir múslimar verið útmálaðir sökudólgar þó annað hafi fljótt komið á daginn. Norðmenn sögðust frá upphafi ætla að svara með kærleika og opnara og lýðræðislegra samfélagi. Rúmri viku eftir mannskæðustu árás á Noreg og Norðurlöndin öll síðan í seinni heimstyrjöldinni eru landsmenn smám saman að ná áttum. Borin hafa verið kennsl á öll fórnarlömb hryðjuverkanna tveggja í Útey og í Ósló og þeir sem slösuðust eru úr lífshættu. Þó enn sé mikil vinna eftir við að koma miðborg Óslóar og eyjunni Útey í samt lag lofaði formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins því í gær að sumarbúðir yrðu haldnar í eyjunni á ný næsta sumar. Þegar fréttir bárust af sprengjuárás við stjórnarbyggingar í Ósló leið ekki á löngu þar til farið var að velta því upp hver gæti staðið á bak við árásina. Noregur er jú friðsæl þjóð en hefur undanfarið tekið þátt í hernaðaraðgerðum í bæði Afganistan og Líbíu. Nánast strax bárust böndin að herskáum múslimum, en slík samtök hafa vissulega hótað hryðjuverkaárásum í Evrópu á undanförnum árum. Ein samtök lýstu tilræðinu meira að segja á hendur sér og sögðu ástæðu þess að ráðist væri á Noreg þátttöku þeirra í stríðinu í Afganistan og birting skopteikninga af Múhameð spámanni. Þegar fréttist svo af því að skotárás ætti sér stað á eyjunni Útey, þar sem hundruð ungmenna voru saman komin, var ekki ljóst hvort um tengingu væri að ræða milli árásanna tveggja. Upplýsingar tóku að berast frá ungmennum Í Útey í gegnum samskiptasíður eins og Twitter og Facebook og fljótlega bárust fréttir af því að árásarmaðurinn í eyjunni væri hávaxinn, ljóshærður og norrænn í útliti. Þá var orðið erfiðara að álykta að um verk múslimskra öfgamanna væri að ræða. Að auki voru árásirnar ólíkar því sem alþjóðleg hryðjuverkasamtök leggja í vana sinn. Þegar Anders Behring Breivik hafði verið handtekinn og nafngreindur komu fram fréttir um að hryðjuverk hans hefðu verið árás á stjórnkerfið í Noregi fremur en nokkuð annað. Fjöldi látinna var á reiki í nokkra daga. Að kvöldi 22. júlí hafði aðeins verið staðfest að tíu hefðu látist, þó varað væri við því að talan myndi hækka. Aðfaranótt laugardags hækkaði hún verulega þegar sagt var að meira en níutíu manns hefðu orðið fórnarlömb hryðjuverkamannsins norska. Sú tala átti þó eftir að lækka á ný og nú hefur verið staðfest að 77 manns eru látnir. Breivik hafði sent frá sér 1.500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu sem leiddi í ljós að hann væri hægriöfgamaður, mótfallinn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Þess vegna réðst hann á Verkamannaflokkinn. Hann segist vera í stríði og sé að reyna að bjarga Evrópu frá múslimskum yfirráðum. Spurningar hafa í kjölfarið vaknað um það hvort stjórnvöld í Evrópuríkjum hafi lagt of mikla áherslu á að uppræta öfgamúslima síðan 11. september 2001 og vanrækt hættuna sem stafi af hægriöfgum. Því hefur verið vísað á bug og tölur frá Europol virðast styðja það. Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkum sem vilja ströng innflytjendalög og eru á móti fjölmenningu hafi vaxið fiskur um hrygg hefur hryðjuverkum öfgahægrimanna ekki fjölgað og ofbeldið hefur ekki verið mjög mikið. Árið 2009 voru fjórar árásir reyndar eða framkvæmdar, allar í Ungverjalandi. Lögregluyfirvöld telja því ekki að mikil eða bráð hætta stafi af tengslanetum öfgahægrimanna. Hættan sé meiri af einyrkjum eins og Breivik. Hann virðist ekki hafa sagt neinum af áformum sínum og gat unnið að þeim óáreittur. Ef hann hefði verið hluti af stærra tengslaneti væru væntanlega vísbendingar um það í tölvu hans, sem lögreglan hefur rannsakað. Því óttast evrópsk lögregluyfirvöld frekar að hermiárásir verði framdar, en innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að hittast í september til þess að ræða viðbrögð og framhaldið vegna árásanna. Viðbrögð Norðmanna við voðaverkum Anders Behring Breivik hafa vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn. Þeir hafa sýnt mikla samstöðu og frá upphafi hefur viðkvæðið verið að hatursfullum árásum af þessu tagi skuli svarað með kærleika. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði strax síðastliðinn föstudag að ekki yrði vegið að grunnstoðum lýðræðisins í Noregi með þessum hætti. "Sprengjuárás mun ekki þagga niður í okkur. Skotárás mun ekki þagga niður í okkur," sagði hann. Aðrir stjórnmálamenn og konungsfjölskyldan hafa tekið í svipaðan streng og almenningur í Noregi sömuleiðis. Stuðningssíður hafa meira að segja verið stofnaðar fyrir fjölskyldu hryðjuverkamannsins og verjanda hans. Norðmenn virðast flestir hafa tekið stúlku úr ungliðahreyfingunni á orðinu: „Ef einn maður getur alið með sér svo mikið hatur, hugsið ykkur þá hversu mikinn kærleik við getum sýnt öll saman."
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira