Erlent

Skorti hæfni til að stýra flugvél Air France

Mynd/AFP
Flugmenn flugvélar á vegum Air France sem fórst árið 2009 með þeim afleiðingum að allir 228 farþegarnir létust, skorti hæfni og þjálfun til að stýra vélinni. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Frakklandi sem birt var í gærkvöldi.

Athugun á flugrita vélarinnar, sem var á leið til Parísar frá Rio De Janiero þegar hún hrapaði, sýndi að flugmennirnir komu ekki auga á viðvaranir um tapaða flughæð þrátt fyrir að viðvörunarbjalla í þá veru hefði hringt í næstum mínútu. Það var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar að afstýra hefði mátt slysinu með réttum viðbrögðum flugmannanna.

Air France hefur hafnað þessari niðurstöðu nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×