Innlent

NASA birtir gervihnattamynd af Íslandi bökuðu í sól og blíðu

Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur birt gervihnattamynd af Íslandi á einni af vefsíðum sínum þar sem landið sést nær algerlega heiðskírt í öllum fjórðungum.

Myndina er að finna á vefsíðunni MODIS þar sem birtar eru reglulega myndir sem teknar eru úr gervihnöttunum Terra og Agua. Þessir gervihnettir ná saman að mynda allt yfirborð jarðar á eins til tveggja daga fresti. Myndirnar eru einkum notaðar í ýmsum vísindarannsóknum. Skammstöfunin MODIS er fyrir óþjált nafn yfir þessa starfsemi en það er Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer.

Myndin er tekin þann 10. ágúst s.l. Hægt er að sjá Ísland á henni bakað í sól og blíðu í mjög stórri upplausn. Það má að vísu nefna að mjög þunnur lítill skýjaslóði liggur yfir bláhorninu á Látrabjargi og örlítil skýjahula liggur við ströndina nálægt Héraðsflóa .

Ýmsar almennar upplýsingar um Ísland fylgja svo með myndinni. Þar má sjá að NASA finnst athyglisvert hve landið er orðið gróðurvaxið.

Myndina má sjá í mun stærri upplausn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×