Sport

Ofurparið Wozniacki og McIlroy eru í kastljósinu

Caroline Wozniacki og Rory McIlroy ræða hér málin á æfingavelli í Cincinnati í Bandaríkjunum.
Caroline Wozniacki og Rory McIlroy ræða hér málin á æfingavelli í Cincinnati í Bandaríkjunum. AP
Caroline Wozniacki frá Danmörku hefur á undanförnum árum verið ein þekktasta tenniskona veraldar og áhugi fjölmiðla á íþróttakonunni mun ekki minnka mikið þar sem hún hefur sést mikið með einum þekktasta atvinnukylfingi heims. Það bendir því allt til þess að nýtt "ofurpar" sé í uppsiglingu enda eru þau á meðal þekktustu í íþróttaheiminum.

Norður-Írinn Rory McIlroy heimsótti Wozniacki fyrir tennismót sem fer fram í Cincinnati og fór vel á með þeim en þau hafa ekki gefið það út með formlegum hætti að þau sé par.

Wozniacki er 21 árs gömul og hefur hún verið í efsta sæti heimslistans í tennis undanfarnar 44 vikur. Hún hefur búið í Danmörku frá fæðingu en foreldrar hennar eru frá Póllandi. Hún hefur sigrað á 17 atvinnumótum á ferlinum en hún á enn eftir að vinna eitt af stórmótunum fjórum.

McIIlroy er 22 ára gamall enh ann hefur unnið 3 atvinnumót á ferlinum og þar af eitt af risamótunum fjórum, opna bandaríska meistaramótið, sem hann vann með miklum yfirburðum. Hann er sem stendur í fimmta sæti heimslistans en hann hefur hæst komist í fjórða sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×