McLaren stefnir á að vinna öll mót sem eftir eru 15. ágúst 2011 15:07 Jenson Button hjá McLaren vann síðustu keppni, en hún fram í Ungverjalandi. Mynd: McLaren F1 Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að það eina sem lið sitt geti gert í Formúlu 1 meistarabaráttunni sé að vinna öll 8 mótin sem eftir eru. McLaren er í öðru sæti í stigkeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og Jenson Button fimmti, en þeir eru ökumenn McLaren. Whitmarsh segir ekki ómögulegt að slá Vettel við í stigamóti ökumanna, samkvæmt frétt á autosport.com. Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna, en liðsfélagi hans Mark Webber er í öðru sæti. „Það verður erfitt, en mögulegt. Það er vandasamt að vinna einstök mót, en það eina sem hægt er að gera er að reyna vinna hverja einustu keppni. Það er ekki hægt að gera meira en það. Það er erfitt að minnka stigamuninn, en það er mögulegt", sagði Whitmarsh. „Auðvitað einbeitum við okkur að meistaramótinu, en þegar maður er ekki í forystu, þá er ekki hægt að hafa of miklar áhyggjur. Ég myndi vilja sjá fyrsta og annað sætið í mótum og það yrði hentugt ef Red Bull er ekki þriðji bíllinn á verðlaunapalli, ef við náum slíkum árangri. Við myndum fagna Ferrari á verðlaunapallinum. Við gefumst aldrei upp. Hvað sem gerist þá stefnum við á að vinna öll mót og það er verðugt viðfangsefni." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi og Button í Ungverjalandi. „Við munum reyna af kappi að vinna öll mót sem við getum. Við erum með tvo frbæra ökumenn, frábært lið og bíllinn er ekki slæmur. Við höfum tekið framförum. Við getum haldið slagkraftinum og getum unnið fleiri mót og það er möguleiki á titli. Erfitt en mögulegt. Whitmarsh telur að Hamilton sé vel stemmdur fyrir mótin sem eftir eru. „Hann er með hugann á réttum stað og hefur trú á því að hann geti unnið. Hann er sólginn í sigur og er sjálfum sér erfiður og tekur nærri sér sem sagt er um hann í fjölmiðlum. Hann er viðkvæmur og er að læra, en það er búist við miklu af honum og álagið því mikið", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að það eina sem lið sitt geti gert í Formúlu 1 meistarabaráttunni sé að vinna öll 8 mótin sem eftir eru. McLaren er í öðru sæti í stigkeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og Jenson Button fimmti, en þeir eru ökumenn McLaren. Whitmarsh segir ekki ómögulegt að slá Vettel við í stigamóti ökumanna, samkvæmt frétt á autosport.com. Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna, en liðsfélagi hans Mark Webber er í öðru sæti. „Það verður erfitt, en mögulegt. Það er vandasamt að vinna einstök mót, en það eina sem hægt er að gera er að reyna vinna hverja einustu keppni. Það er ekki hægt að gera meira en það. Það er erfitt að minnka stigamuninn, en það er mögulegt", sagði Whitmarsh. „Auðvitað einbeitum við okkur að meistaramótinu, en þegar maður er ekki í forystu, þá er ekki hægt að hafa of miklar áhyggjur. Ég myndi vilja sjá fyrsta og annað sætið í mótum og það yrði hentugt ef Red Bull er ekki þriðji bíllinn á verðlaunapalli, ef við náum slíkum árangri. Við myndum fagna Ferrari á verðlaunapallinum. Við gefumst aldrei upp. Hvað sem gerist þá stefnum við á að vinna öll mót og það er verðugt viðfangsefni." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi og Button í Ungverjalandi. „Við munum reyna af kappi að vinna öll mót sem við getum. Við erum með tvo frbæra ökumenn, frábært lið og bíllinn er ekki slæmur. Við höfum tekið framförum. Við getum haldið slagkraftinum og getum unnið fleiri mót og það er möguleiki á titli. Erfitt en mögulegt. Whitmarsh telur að Hamilton sé vel stemmdur fyrir mótin sem eftir eru. „Hann er með hugann á réttum stað og hefur trú á því að hann geti unnið. Hann er sólginn í sigur og er sjálfum sér erfiður og tekur nærri sér sem sagt er um hann í fjölmiðlum. Hann er viðkvæmur og er að læra, en það er búist við miklu af honum og álagið því mikið", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira