Sport

Hjördís Rósa Íslandsmeistari í tennis - aðeins 13 ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjördís Rósa.
Hjördís Rósa. Mynd. / Tennissamband Íslands
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, Badmintonfélagi Hafnafjarðar, varð í dag Íslandsmeistari í tennis utanhús, en þetta er í fyrsta skipti sem Hjördís verður Íslandsmeistari í meistaraflokki enda aðeins 13 ára gömul.

Hún á aftur á móti að baki fjöldann allan af íslandsmeistaratitlum í yngri flokkum.  Hjördís Rósa vann alla leiki sína á mótinu eða alls fjóra. Þess má geta að Íris Staub og Sandra Dís Kristjánsdóttir voru ekki með á mótinu en þær þykja ávallt virkilega sigurstranglegar.

Eins og Vísir greindi frá í gær þá varð Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs, Íslandsmeistari í einliðaleik karla 15. árið í röð. Arnar Sigurðsson og Birkir Gunnarsson urðu síðan Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla, en ekki var keppt í þeirri grein hjá konunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×