Ódýrar indverskar sprautunálar ollu vandræðum á Landspítalanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2011 18:30 Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira