Umfjöllun: KR-ingar bikarmeistarar - Þórsarar skutu fimm sinnum í slá Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 13. ágúst 2011 12:16 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira